08-06-20 19:16

08-06-20 19:16

Kvennahlaup 2020

skrifað 08. jún 2020

Kvennahlaup 13.júní í Kaffi Kjós , FSM sér um framkvæmdina. Hlaupið hefst kl. 14,00 Skipulag hlaupsins er öðruvísi en undanfarin ár , sjá tilkynningu frá ÍSI.:

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní 2020 Á þessum tímum er mik­il­vægt sem aldrei fyrr að hlúa að heils­unni og rækta sam­bandið við vini okkar og vanda­menn. Það er okkur því mikið ánægju­efni að geta haldið Kvenna­hlaupið 2020 þann 13. júní og þannig gefið öllum þeim konum sem vilja hlaupa saman kost á því.

Settum reglum um fjar­lægðamörk og fjölda verður vand­lega fylgt á öllum hlaupa­stöðum. Nán­ari upp­lýs­ingar um fram­kvæmd hlaups­ins, hlaup­astaði og tíma­setn­ingar verða settar inn á allra næstu dögum.

Miðasala í hlaupið er hafin á tix.is.

Kvenna­hlaups­bol­ur­inn 2020 Kvenna­hlaups­bol­ur­inn var af­hjúpaður 22. maí í beinni á Facebook. Bol­ur­inn hefur verið ómiss­andi hluti af hlaup­inu und­an­farin ár en nú hefur hugs­unin á bak við hann verið end­ur­skoðuð í takt við breytta tíma.

Það er Linda Árna­dóttir fata­hönnuður og eig­andi Scintilla sem hannar bol­inn í ár en hann er 100% end­urunn­inn, úr end­urunn­inni líf­rænni bóm­ull og end­urunnu plasti. Bol­ur­inn hentar bæði sem hlaupa- og æf­ingaflík en einnig við fleiri til­efni og því hægt að nýta hann enn betur en áður.

Bol­ur­inn kemur í stærðum 4-6 ára, 7-8 ára, 9-10 ára, 11-12 ára, XS, S, M, L, XL, XXL og XXXL. Hægt er að panta bol á tix.is og fá hann annað hvort sendan í póst­kröfu eða sækja á skrif­stofu ÍSÍ.

Athugið að eingöngu verður hægt að kaupa bolinn í ár á tix.is en ekki á hlaupastöðunum. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ í s.514 4000 og panta bolinn.

Við vekjum at­hygli á því að hægt er að kaupa miða í Kvenna­hlaupið á tix.is án þess að kaupa bol. Þá er t.d. til­valið að nýta gamlan Kvenna­hlaups­bol til að hlaupa í aftur.

Fleiri fréttir

sími/tel: 855 2219

We open the campsite on monday march 3rd. The parking lot will be open for campers. The grass areas are not ready for cars. No electricity available. The indoor facilities will be open, kitchen, wc, showers, lounge. price kr. 2800 per person. Við opnum tjaldstæðið mánudaginn 3 mars. Bílastæðið verður opið fyrir ferðabíla. Grasflatir eru ekki tilbúnar fyrir bíla. Ekki hægt að fá rafmagn . Inniaðstaðan verður opin, eldhús, wc, sturtur, setustofa. verð kr. 2800 á mann.

Fylgdu okkur á Facebook