08-06-20 19:16
Kvennahlaup 2020
Kvennahlaup 13.júní í Kaffi Kjós , FSM sér um framkvæmdina. Hlaupið hefst kl. 14,00 Skipulag hlaupsins er öðruvísi en undanfarin ár , sjá tilkynningu frá ÍSI.:
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní 2020 Á þessum tímum er mikilvægt sem aldrei fyrr að hlúa að heilsunni og rækta sambandið við vini okkar og vandamenn. Það er okkur því mikið ánægjuefni að geta haldið Kvennahlaupið 2020 þann 13. júní og þannig gefið öllum þeim konum sem vilja hlaupa saman kost á því.
Settum reglum um fjarlægðamörk og fjölda verður vandlega fylgt á öllum hlaupastöðum. Nánari upplýsingar um framkvæmd hlaupsins, hlaupastaði og tímasetningar verða settar inn á allra næstu dögum.
Miðasala í hlaupið er hafin á tix.is.
Kvennahlaupsbolurinn 2020 Kvennahlaupsbolurinn var afhjúpaður 22. maí í beinni á Facebook. Bolurinn hefur verið ómissandi hluti af hlaupinu undanfarin ár en nú hefur hugsunin á bak við hann verið endurskoðuð í takt við breytta tíma.
Það er Linda Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla sem hannar bolinn í ár en hann er 100% endurunninn, úr endurunninni lífrænni bómull og endurunnu plasti. Bolurinn hentar bæði sem hlaupa- og æfingaflík en einnig við fleiri tilefni og því hægt að nýta hann enn betur en áður.
Bolurinn kemur í stærðum 4-6 ára, 7-8 ára, 9-10 ára, 11-12 ára, XS, S, M, L, XL, XXL og XXXL. Hægt er að panta bol á tix.is og fá hann annað hvort sendan í póstkröfu eða sækja á skrifstofu ÍSÍ.
Athugið að eingöngu verður hægt að kaupa bolinn í ár á tix.is en ekki á hlaupastöðunum. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ í s.514 4000 og panta bolinn.
Við vekjum athygli á því að hægt er að kaupa miða í Kvennahlaupið á tix.is án þess að kaupa bol. Þá er t.d. tilvalið að nýta gamlan Kvennahlaupsbol til að hlaupa í aftur.
Fleiri fréttir
-
26. júl 202426-07-24 10:06
-
01. júl 202401-07-24 22:31
-
24. maí 202424-05-24 10:26
-
27. sep 202327-09-23 09:34
-
04. júl 202304-07-23 10:15
-
19. maí 202319-05-23 15:39
-
17. apr 202317-04-23 14:33
-
04. apr 202304-04-23 10:53
-
07. mar 2023Tónleikar
-
05. mar 202105,03,2021