08-06-20 19:16

08-06-20 19:16

Kvennahlaup 2020

skrifað 08. jún 2020

Kvennahlaup 13.júní í Kaffi Kjós , FSM sér um framkvæmdina. Hlaupið hefst kl. 14,00 Skipulag hlaupsins er öðruvísi en undanfarin ár , sjá tilkynningu frá ÍSI.:

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní 2020 Á þessum tímum er mik­il­vægt sem aldrei fyrr að hlúa að heils­unni og rækta sam­bandið við vini okkar og vanda­menn. Það er okkur því mikið ánægju­efni að geta haldið Kvenna­hlaupið 2020 þann 13. júní og þannig gefið öllum þeim konum sem vilja hlaupa saman kost á því.

Settum reglum um fjar­lægðamörk og fjölda verður vand­lega fylgt á öllum hlaupa­stöðum. Nán­ari upp­lýs­ingar um fram­kvæmd hlaups­ins, hlaup­astaði og tíma­setn­ingar verða settar inn á allra næstu dögum.

Miðasala í hlaupið er hafin á tix.is.

Kvenna­hlaups­bol­ur­inn 2020 Kvenna­hlaups­bol­ur­inn var af­hjúpaður 22. maí í beinni á Facebook. Bol­ur­inn hefur verið ómiss­andi hluti af hlaup­inu und­an­farin ár en nú hefur hugs­unin á bak við hann verið end­ur­skoðuð í takt við breytta tíma.

Það er Linda Árna­dóttir fata­hönnuður og eig­andi Scintilla sem hannar bol­inn í ár en hann er 100% end­urunn­inn, úr end­urunn­inni líf­rænni bóm­ull og end­urunnu plasti. Bol­ur­inn hentar bæði sem hlaupa- og æf­ingaflík en einnig við fleiri til­efni og því hægt að nýta hann enn betur en áður.

Bol­ur­inn kemur í stærðum 4-6 ára, 7-8 ára, 9-10 ára, 11-12 ára, XS, S, M, L, XL, XXL og XXXL. Hægt er að panta bol á tix.is og fá hann annað hvort sendan í póst­kröfu eða sækja á skrif­stofu ÍSÍ.

Athugið að eingöngu verður hægt að kaupa bolinn í ár á tix.is en ekki á hlaupastöðunum. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ í s.514 4000 og panta bolinn.

Við vekjum at­hygli á því að hægt er að kaupa miða í Kvenna­hlaupið á tix.is án þess að kaupa bol. Þá er t.d. til­valið að nýta gamlan Kvenna­hlaups­bol til að hlaupa í aftur.

Fleiri fréttir

sími/tel: 855 2219

Tjaldsvæðið er opið

The campsite is open. check-in time 2 - 9 p.m (14-21) Check out before 1pm (13)

Fylgdu okkur á Facebook