Um okkur

56041ebc26c57 Ferðaþjónustan Hjalla ehf er rekin á lögbýlinu Hjalla í Kjósarhrepp. Býlið Hjalli er nýbýli út úr jörðinni Eyjum I síðan árið 1952.

Hefðbundinn búskapur var stundaður á jörðinni þ.e.a.s. mjólkurframleiðsla og sauðfjárrækt. Árið 1980 keyptu núverandi ábúendur jörðina ,Hermann og Birna, og bjuggu þar fyrstu árin með kýr og kindur.

Sauðfjárbúskapur var stundaður á jörðinni allt til ársins 2017 ásamt ferðaþjónustu.

Hjalli er 50 km frá Reykjavík, við veg nr. 461, 5 km frá Hvalfjarðarvegi nr. 47.

Árið 1998 stofnar Ferðaþjónustan Hjalla ehf , Kaffi Kjós þjónustumiðstöð sem er staðsett í suðurhlíð Meðalfells. Nú er Kaffi Kjós komið í leigu, og er til sölu.

Við tökum á móti hópum t.d. í kaffihlaðborð í Hlöðunni að Hjalla.

Stundum höldum við tónleika , bingó, sviðaveislu og fleira.

Fyrirtækið býður einnig upp á tjaldsvæði að Hjalla og salarleigu.

sími/tel: 855 2219

Tjaldsvæðið er opið

The campsite is open. check-in time 2 - 9 p.m (14-21) Check out before 1pm (13)

Fylgdu okkur á Facebook