14-08-25 09:59
Tónleikar Svavar Knútur

Tónleikar 15.ágúst. Svavar Knútur söngvaskáld hefur löngum haft gaman að því að bjóða tónlistarfólki úr ýmsum áttum velkomið til landsins og kynna fyrir íslenskum áheyrendum sem gætu haft gaman og ánægju af. Í ágúst heldur Svavar Knútur þessari hefð við og býður velkomin Ackerman hjónin frá Texas, þau Bob og Sally, sem hafa í fjölda ára samið, flutt og gefið út tónlist í sígildum amerískum söngvaskáldastíl. Hópurinn munu halda tónleika í Reykjavík, í Kjós og á Rifi á Snæfellsnesi dagana 14.-17. ágúst næstkomandi. Í Kjósinni verða tónleikar í hlöðunni á Hjalla, en þar er óskaplega notalegt að setjast og hlusta á góða tónlist saman. Á tónleikunum munu Svavar Knútur og Ackerman hjónin deila sviðinu og færa áheyrendum söngva og sögur og skerpa á síðsumrinu, en milli tónleika mun Svavar Knútur leiða Ackerman hjónin inn í sannleikann um fegurð lands og þjóðar. Börn eru auðvitað velkomin í fylgd með foreldrum. Aðgangseyrir er litlar kr. 4.500, en ókeypis er fyrir börn og unglinga undir 18 ára í fylgd með foreldrum eða afa/ömmu. Miðasala er á Tix.is
Fleiri fréttir
-
22. apr 202522-04-25 10:34
-
13. apr 202513-04-25 20:25
-
13. apr 202513-04-25 20:22
-
25. feb 202525-02-25 13:30
-
25. feb 202525-02-25 13:27
-
08. nóv 202408-11-24 09:26
-
16. okt 2024Fréttir
-
26. júl 202426-07-24 10:06
-
01. júl 202401-07-24 22:31